Sæþór Vídó heiti ég og hef starfað við grafíska hönnun síðast liðinn 25+ ár. Í tengslum við þá vinnu hef ég sinnt verkefnum af ýmsum toga. Svo sem myndatöku, myndbandsvinnslu, umbrot, blaðamennsku, ritstjórn, auglýsingasölu, hljóðvinnslu og upptökur, svo eitthvað sé nefnt.
Með öðrum orðum hef ég bara græjað það sem græja þarf og ávallt af miklum metnaði.
Ég tel mig vera fljótan að læra og tileinka mér nýungar og gæddur þeim kosti að geta lesið salinn. Vera fljótur að koma mér inn í aðstæður og finna þá bestu kosti sem í boði eru.
Ef þú telur þig geta nýtt krafta mína skaltu ekki hika við að hafa samband!











